top of page
ANYA SHADDOCK

Anya Hrund Shaddock er ung hálf Amerísk og hálf Íslensk tónlistarkona sem er fædd úti í Ameríku en alin upp austur á landi á Fáskrúðsfirði.
Árið 2017 keppti hún í söngvakeppninni Samfés með frumsömdu lagi og Nótunni og vann báðar keppnir. Var hún hluti af Tónaflóði RÚV í Covid og 2022 gaf hún út sína fyrstu stuttskífu „Sweet love" og 2023 kom út „Með von um nýjan dag” með dirb og BNGRBOY. Síðar sama ár keppti hún í Idolinu og komst upp í top 18.
TIL ÞÍN - 17.5.2024

Anya hefur verið að koma fram með sína eigin tónlist á seinustu árum, semja og taka upp en lögin og textarnir sem hún semur eru um hennar líf, upplifanir og erfiðleika og raunveruleikann sjálfan. Tónlistinn hennar er blanda af pop, r&b, indie og jazz.
Núna 2024 kemur stuttskífan hennar „Inn í borgina" út og „Til þín" er fyrsta lagið að þeirri plötu.
bottom of page