top of page
JGJ3b.png

​Jóhanna Guðrún

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er íslensk söngkona. Hún var þekkt barnastjarna á Íslandi eftir að hafa gefið út fyrstu plötu sína árið 2000. Hún er þekktust utan Íslands fyrir að hafa náð öðru sæti með flutningi lagsins „Is It True?“, sem var framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2009 sem haldin var í Moskvu en hefur gefið út fjöldan allan af tónlist, haldið hverja tónleikana á eftir öðrum og er bara rétt að byrja.

.
​Jóhanna Guðrún hefur fyrir löngu sungið sig inni hug og hjörtu íslendinga og nýjasta verkefni hennar er að flytja og gefa út Þjóðhátíðarlagið 2024 06.06.’24, lagið heitir
“Töfrar” og er samið af Klöru Elíasdóttir og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sá um útsetningu og upptökustjórn.

"Töfrar"

Jóhanna Guðrún gefur út Þjóðhátíðarlagið 2024 06.06.’24, lagið heitir “Töfrar” og er samið af Klöru Elíasdóttir og Halldóri Gunnari Pálssyni sem einnig sá um útsetningu og upptökustjórn.

 

„Ég man hvar ég stóð inni í stofunni minni og horfði út um gluggann þegar Þjóðhátíðarnefnd hringdi í mig og bað mig að taka þátt í þessu verkefni, auðveldasta já í heimi og þetta mun alltaf vera augnablik sem ég mun muna hvar ég var og hvað ég var að gera, eitt af þessum kjarna augnablikum í lífinu. “- Jóhanna Guðrún

Að laginu koma einvala lið listafólks og þar má helst nefna Fjallabræður sem koma fram í þessu einstaka lagi. Lagið er einnig óður til fyrri laga og flytjenda, en í ár fagnar Þjóðhátíð 150 ára afmæli. Einnig er gaman að nefna það að þetta er í þriðja skiptið frá upphafi sem lagið er samið og flutt af konu.

„Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.” - Jóhanna Guðrún

JGJ8.png
bottom of page