KLARA EINARS
Hin 18 ára Klara gaf út sitt fyrsta lag aðeins 12 ára gömul og snerti hjörtu fólks með einlægum flutningi sínum á „Síðasta sumar.“ Lagið er endurgerð af gömlu Nylon lagi sem kom fyrst út árið 2004. Klara hefur verið í kór frá því að hún var tíu ára og er ein af þeim sem er stöðugt að syngja eða humma laglínur og það mætti segja að hún hafi byrjað að syngja áður en hún byrjaði að tala.
Í júní 2024 gefur hún út hið frumsamda lag „ÞÚ ERT SVO" sem er samið í samvinnu við hinn hæfileikaríka upptökustjóra, Ingimar Tryggva. „ÞÚ ERT SVO" markar því nýjan og sjálfstæðari kafla í tónlistarferðalagi Klöru sem markast af efni sem hún er að semja sjálf og vinna á sínum forsendum.
Ferðalag Klöru er til marks um óbilandi ástríðu hennar og alúð við iðn sína. Með hverri nótu sem hún syngur og hverju lagi sem hún semur heldur hún áfram að hrífa og hvetja, og lofar framtíð fulla af fallegum laglínum og innilegum textum.