KRASSASIG

krassasig er listamannsnafn Kristinns Arnars sem hefur verið að gera það gott síðan hann gaf út plötuna MMMM með hljómsveitinni og fjöllistahópnum Munstur. 

Nú sem krassasig gerir hann einstaklega vandað draumkennt tilrauna popp með einlægum texta. Lögin “Brjóta heilann” og “Hlýtt í hjartanu” náðu bæði miklu flugi á Rás 2 og streymisveitum. Var hann svo tilnefndur sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019  og einnig var krassasig valinn af Landsbankanum til að spila á Iceland Airwaves í fyrra (2019). 

https://www.ruv.is/frett/hver-er-bjartasta-vonin-2020-1

https://www.visir.is/g/2019190629747  

krassasig gefur út lagið Einn dag í einu 24. Apríl 2020 

 

Einn dag í einu fjallar um vorið og draumana, að vera með einhvern á heilanum.

Að horfa fram á bjartari tíma.

 

Lagið er samið og pródúserað af krassasig en á því spilar einnig Magnús Jóhann á píanó.

© 2020 by Iceland Sync. All rights reserved.