top of page
Naked.jpg
suncity logo.jpg

SUNCITY er listamannanafn Sólborgar Guðbrandsdóttur sem er tónlistarkona, höfundur, baráttukona og fyrirlesari. Sólborg hefur vakið mikla athygli á samfélags- og fréttamiðlum landsins undanfarin ár með tæplega 40 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum sínum. Sólborg tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins 2018 með lagið Ég og þú/Think it through, hún starfaði með Áttunni og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, náð gríðarlegum árangri í baráttunni gegn kynferðisofbeldi með instagram síðunni „Fávitar“ en hún stofnaði hana gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og gaf svo út metsölubókina "Fávitar" fyrir jólin 2020. Vegna ástríðu sinnar og baráttuanda vegna þessa málaflokks, var hún tilnefnd sem ein af tíu framúrskarandi ungum Íslendingum árið 2019 af JCI Iceland og forseta Íslands fyrir framlag hennar til barna, heimsfriðar og mannréttinda. Einnig var hún tilnefnd sem ein af íslenskum aktívistum til UN Women á heimsvísu 2019. Síðan hefur hún gefið út tvær fræðslubækur byggðar á efni síðunnar.

Tónlist og listsköpun hefur átt hjarta SUNCITY að mestu leyti allt hennar líf og fókus hennar er á tónlist í dag. Hún hefur nú þegar tryggt sér útgáfusamning við Sony Music Denmark. SUNCITY semur sína tónlist sjálf, spilar undir á píanó eða útsetur áður samin lög ásamt færu fagfólki og fylgir hjarta sínu með sín markmið og tónlistarstefnu. Hún hefur verið að semja og taka upp með hæfileikaríku tónlistarfólki um allan heim en hún hefur m.a. tekið upp tónlist með öðrum tónlistarmönnum í London og Finnlandi og hefur undanfarnar vikur verið í stúdíó ásamt fjölda íslensks tónlistarfólks.

Fyrsta lag hennar "Naked" kom út sumarið 2020, eftir því fylgdu smellirnir Adios og Bad Taste.

bottom of page